20.08.2018

Þúsund þorskar á færibandi

Á sýningunni Fiskur & fólk er aflanum fylgt frá miðum í maga og skoðað hvernig hann er unninn. Nemendur kynnast starfi fiskvinnslufólks í Bæjarútgerðar Reykjavíkur sem áður var staðsett í safnhúsinu og vinna verkefni í hópum.

Sjóminjasafn safnfræðsla leiðsögn

Fjöldi: Einn bekkur

Bókaðu heimsókn

Tími: 45 - 60 mín.

Markmið

  • Markmiðið er að nemendur kynni sér ferð þorsksins í gegnum fiskveiðar, fiskvinnslu, fisksölu og loks útflutning.
  • Í heimsókninni kynnast nemendur jafnframt sögu Grandagarðs 8 þegar Bæjarútgerð Reykjavíkur var þar til húsa.
  • Nemendum er skipt í hópa þar sem markmiðið er að kynnast enn betur fiskvinnslu.

 

Tenging við námskrá

Að nemendur geti

  • „lýst reynslu sinni, athugun og upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi,“ 
  • „aflað sér, metið og hagnýtt upplýsingar um menningar og samfélagsmálefni í margvíslegum gögnum og miðlun“
  • „áttað sig á ólíkum kynhlutverkum á nokkrum sviðum og hvernig þau mótast og breytast“ 

 

Kennsluefni / Kennslugögn

Eftir leiðsögn er nemendum skipt niður í hópa þar sem þeir fá úthlutað hárnet, litaskipt eftir hópum ásamt verkefni sem þeir vinna saman.

 

Fræðsluefnið byggir m.a. á Kynungabók.