23.08.2017

Varðskipið Óðinn: Björgun og barátta

Bjóðum upp á klukkustundarleiðsögn um borð í varðskipinu Óðni, en skipið tók þátt í þorskastríðunum gegn bretum á 20. öld. Í leiðsögninni er bæði rætt um þorskastríðin og björgunarsögu skipsins.

Sjóminjasafnið og Varðskipið Óðinn standa við höfnina

Við hvetjum kennara til að nýta sér safnið á margvíslegan hátt og ráðfæra sig við fræðsluteymi Borgarsögusafns við útfærslu og bókun heimsókna.

 

Aðgangur er ókeypis fyrir hópa á öllum skólastigum sem bóka heimsóknir í gegnum safnfraedsla@reykjavik.is