25.08.2017

Fiskur og fólk: sjósókn í 150 ár

Sýningin fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Þessi margslungna saga er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur. Bjóðum upp á leiðsagnir um sýninguna.

Sjókonur

Ýmist er á boðstólum að nýta sýningar safnsins í verkefnavinnu á eigin vegum eða bóka heimsókn með safnkennara annars vegar til að fræðast um sýningar Sjóminjasafnsins og hins vegar til að skoða varðskipið Óðin.

Við hvetjum kennara og leiðbeinendur til að nýta sér safnið á margvíslegan hátt og ráðfæra sig við fræðsluteymi Borgarsögusafns við útfærslu og bókun heimsókna. Hægt að biðja um sérsniðnar heimsóknir um starfsemi safnsins og fá jafnvel aðstoð frá sérfræðingum þess.

Aðgangur er ókeypis fyrir hópa á öllum skólastigum sem bóka heimsóknir í gegnum safnfraedsla@reykjavik.is