25.08.2017

Komdu og skoðaðu landnámsdýrin

Fyrsta fólkið sem settist að á Íslandi kom með ýmislegt með sér frá sínum fyrri heimkynnum, þar á meðal húsdýr. Í heimsókninni er rætt um þessi húsdýr og hvernig hugsað var um þau? Einnig kenndir leikir er tengdust dýrunum.

Ljósmynd af dreng á sýningunni Dýrin leyndardómar landnámsins

Fjöldi: Einn bekkur

Bókaðu heimsókn

Tími: 45-60 mín.

 

Markmið heimsóknar

Heimsókn á safn getur verið bæði skemmtileg og lifandi. Markmiðið er að sameina leik og nám og gera sér í hugarlund t.d. hvernig var verið að flytja bæði menn og dýr á opnum skipum yfir úfið haf. Verða dýr sjóveik?

Tenging við námskrá

  • Komdu og skoðaðu landnámsdýrin sameinar leik og nám og er skemmtileg viðbót við fjölbreyttan námsvettvang leikskólanna.
  • Þar má velta vöngum yfir eigin samfélagi og menningu.

Kennsluefni / Kennslugögn

Í húsinu er ekki nestisaðstaða fyrir hópa. Aðstaða er fyrir hópa í Menningarhúsinu í Grófinni, en það þarf að panta aðstöðuna fyrir komu.

Undirbúningur fyrir heimsókn

Heimsókn á landnámssýninguna krefst ekki sérstaks undirbúnings. Hins vegar er alltaf gott að segja börnunum frá því hvert þau séu að fara og hvað eigi að gera. Þar að auki er hægt að undirbúa þau með því að tala um hvaða húsdýr landnámsmenn komu með. 

Skipulag heimsóknar

  • Safnkennari tekur á móti hópnum
  • Nemendur taka af sér útifötin
  • Safnkennari er með kynningu á sýninguna Dýrin - leyndardómur landsnáms. 
  • Eftir það fá nemendur að stíga í spor fornleifafræðinga og róta aðeins í sandinum á sýningunni í leit að dýrabeinum.
  • Svo er nemendum kennt leikir sem tengjast dýrunum.

Úrvinnsla

Gott getur reynst að rifja upp heimsóknina skömmu (örfáum dögum) eftir hana. Hægt er að rifja upp hvaða dýr er uppáhalds dýrið og af hverju.