Forsíða / Fræðsla fyrir skólahópa

Fræðsla fyrir skólahópa

Borgarsögusafn Reykjavíkur er spennandi menningarminjasafn á fimm frábærum stöðum víðsvegar um borgina. Safnið er óformlegur námsvettvangur sem hægt er að nýta á margbreytilegan máta í vettvangsferðum hópa. Fræðsluteymi Borgarsögusafns býður upp á vandaða safnfræðslu fyrir nemendur á öllum skólastigum. Við tökum einnig á móti hópum í frístundastarfi og ýmiskonar sérhópum á öllum aldri – frá 5 til 95 ára. Við vinnum eftir fræðslustefnu þar sem þátttaka, sköpun og aðgengi fyrir alla er haft að leiðarljósi. Starfið er í sífelldri þróun og við viljum beita fjölbreyttum kennsluaðferðum í virku samtali við safngesti og samfélag.

Safnfræðslubæklingur Borgarsögusafns 2017-2018
1 safn > 5 staðir > 4 skólastig

 

Hér má skoða fræðsluframboð Borgarsögusafns Reykjavíkur skipt eftir skólastigum.

 

Hér er rafræn útgáfa af fræðslubæklingi Borgarsögusafns 2017 - 2018 (pdf).

 

 

 

 

Ótal tækifæri til fræðslu á safni

Borgarsögusafn Reykjavíkur býður upp á fræðslu fyrir skólahópa á öllum fimm sýningarstöðum sínum: Árbæjarsafni, Landnámssýningunni, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu í Reykjavík og Viðey. Fræðsluframboð safnsins taka mið af aldri og Aðalnámskrá hvers skólastigs.

Við mælum eindregið með því að safnheimsóknir séu nýttar sem hluti af námi allt árið um kring. Þannig skapast ótal tækifæri til þess að læra á virkan og skapandi hátt. Safnfræðsla fyrir skóla- og frístundahópa er án endurgjalds.

RÚTUTILBOÐ! Borgarsögusafn býður upp á ókeypis rútuferðir fyrir leik- og grunnskóla Reykjavíkur sem afmarkast við staðsetningu skóla og sérstök tilboð. Rútutilboðin gilda í ákveðna dagskrá Sjóminjasafns Reykjavíkur og í Árbæjarsafni.

Skólahópur á Landnámssýningunni: Margmiðlunarborð

Fræðslustefna Borgarsögusafns Reykjavíkur 2015-2018

Nám á safni er margbreytilegt og það á jafnt við formlegt nám og þekkingarleit einstaklinga og hópa. Nám er ferli sem krefst virkni og mótast af miklu leyti af fyrri reynslu gestsins, menningu hans og umhverfi. Safnfræðslan snýst um að virkja gesti til að afla sér þekkingar í samtali við frjóan vettvang safneignar, sýninga og annarrar miðlunar. Fræðslustarf Borgarsögusafns miðar að því að auka vægi þátttöku og sköpunar í starfi sínu.

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/safnfraedsla

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita