Skotið
08.02.2019 til 08.04.2019

Catherine Canac-Marquis - Grunnlitir

Grunnlitir nefnist sýning ljósmyndarans Catherine Canac-Marquis. Myndaröðin er tilraun til skrásetningar á brotum úr sögu og starfi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og verkefnum sem félagið hefur unnið í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands.

Ljósmyndasafn - Catherine Canac-Marquis
Ljósmyndasafn Catherine Canac-Marquis

Catherine myndaði félagsmenn Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar við æfingar, rýndi í safnkost Þjóðskjalasafns Íslands; árbækur, ljósmyndir og dagblöð. Með því að skoða sögulegar heimildir greindi hún sterka tengingu á milli fortíðar og nútíðar. Hún freistaði þess að endurskapa og túlka þau tengsl með aðferðum heimildaljósmyndunar.

Myndaröðin Grunnlitir varð til á þriggja mánaða tímabili þegar Catherine dvaldi í Reykjavík í húsnæði í eigu Sambands Íslenskra myndlistamanna (SÍM) og tók þátt í vinnustofum á þeirra vegum.
 

Catherine Canac-Marquis er með BFA gráðu í Ljósmyndun frá Concordia University í Montreal. Verk hennar hafa verið sýnd í Kanada og á Íslandi. Hún var einn vinningshafa í Ljósmyndakeppninni Flash Forward árið 2017 í flokki upprennandi ljósmyndara og handhafi námsstyrks AIMIA | AGO Photography Prize Scholarship.
 

Nánari upplýsingar: http://www.catherinecanac-marquis.com/

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

Mánudaga - fimmtudaga:

10:00 – 18:00

Föstudaga:

11:00 – 18:00

Helgar:

13:00 – 17:00

Lokað:

Lokað á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu./p>

24.-26. des og 31. des og 1. jan ár hvert

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

Öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.